Innlent

„Skutlari“ tekinn nærri miðborginni

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu.
Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu. vísir/eyþór

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns nærri miðbæ Reykjavíkur um nótt en hann er grunaður um fólksflutninga gegn gjaldi. Samkvæmt dagbók lögreglu er maðurinn talinn vera einn „skutlara“ sem bjóða far á netinu gegn gjaldi.

Maðurinn var stöðvaður á öðrum tímanum í nótt við gatnamót Hringbrautar og Snorrabrautar. Hann er jafnframt grunaður um sölu á áfengi.

Á Granda var tilkynnt um eld í íbúðargámi skömmu fyrir klukkan tvö og voru bæði lögreglu- og slökkviliðsmenn sendir á vettvang. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um íkveikju. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira