Innlent

„Skutlari“ tekinn nærri miðborginni

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu.
Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu. vísir/eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns nærri miðbæ Reykjavíkur um nótt en hann er grunaður um fólksflutninga gegn gjaldi. Samkvæmt dagbók lögreglu er maðurinn talinn vera einn „skutlara“ sem bjóða far á netinu gegn gjaldi.

Maðurinn var stöðvaður á öðrum tímanum í nótt við gatnamót Hringbrautar og Snorrabrautar. Hann er jafnframt grunaður um sölu á áfengi.

Á Granda var tilkynnt um eld í íbúðargámi skömmu fyrir klukkan tvö og voru bæði lögreglu- og slökkviliðsmenn sendir á vettvang. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um íkveikju. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×