Íslenski boltinn

Guðný áfram í Krikanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðný verður áfram hjá FH næstu árin.
Guðný verður áfram hjá FH næstu árin. mynd/fh

Guðný Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við FH.

Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára hefur Guðný verið í lykilhlutverki hjá FH undanfarin ár.

Hún lék sína fyrstu leiki með FH í 1. deildinni sumarið 2015. Í fyrra lék hún svo 16 af 18 leikjum FH í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark.

Guðný hefur leikið alla 12 leiki FH í Pepsi-deildinni í sumar og skorað fjögur mörk. Þau hafa öll komið í sigurleikjum. Guðný var í úrvalsliði fyrri hluta tímabilsins hjá Pepsi-mörkum kvenna.

Guðný hefur leikið 23 leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands og þrjá leiki fyrir U-19 ára landsliðið.

FH er með 18 stig í 6. sæti Pepsi-deildarinnar og er þegar búið að bæta árangurinn frá því í fyrra.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.