Innlent

Segja 1.300 leikskólakennara vanta til að uppfylla lög um menntun kennara

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Sérstaklega er nefnt að fækka þurfi börnum í hverju rými og á hvern kennara,
Sérstaklega er nefnt að fækka þurfi börnum í hverju rými og á hvern kennara, vísir/eyþór
Mikil vöntun er á starfsfólki innan leikskólasamfélagsins og krefst Félag leikskólakennara þess að stjórnvöld bregðist strax við. Um 1300 manns vantar til að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara en þar er þess krafist að 2/3 hluti leikskólakennara þurfi að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Algengt sé að leiðbeinendur séu ráðnir í starfið. Þetta kemur fram í ályktun FL. 

Að mörgu þarf að huga. Laun leikskólakennara þurfi að hækka og meta þurfi menntun þeirra betur til launa. Byrjunarlaun nýútskrifaðs leikskólakennara eru nú 465.155 kr. og 490.238 kr. ef viðkomandi sinnir deildarstjórn.

Bent er á að opinber launagögn sýni að laun séu að ná meðaltali grunnlauna annarra sérfræðinga sem starfa hjá sveitarfélögum. Þá sýni launagögn frá árinu 2015 að ríkið sé að greiða sérfræðingum sínum hærri laun en sveitarfélögin. Auk þessi sé almenni markaðurinn að greiða hærri laun en ríkið.

Fækka börnum og minnka álag

Þá er sérstaklega nefnt að fækka þurfi börnum í hverju rými og á hvern kennara, fjölga undirbúningstímum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum, auka nýliðun í stéttinni, draga úr álagi og hlúa að stéttinni. Þetta geti breytt starfsumhverfi og aukið ánægju í starfi.

Þá er vitnað í gögn VIRK sem sýnir að leikskólakennarar þurfi að þola gríðarlegt álag í sínu starfi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×