Innlent

Grensásvegur lokaður til suðurs við Miklubraut næstu tvær vikur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður ökumenn um að gera ráðstafanir í leiðarvali vegna lokunar á Grensásvegi næstu tvær vikur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður ökumenn um að gera ráðstafanir í leiðarvali vegna lokunar á Grensásvegi næstu tvær vikur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lokað hefur verið fyrir umferð um Grensásveg til suðurs við Miklubraut vegna framkvæmda. Gert er ráð fyrir að lokunin standi yfir í um tvær vikur eða til 28. ágúst.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður ökumenn um að gera ráðstafanir í leiðarvali en búast má við töfum vegna framkvæmdanna, sérstaklega þegar skólar hefjast aftur.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Veitur séu að endurnýja stofnlögn um vatnsveitu frá Háaleitisbraut meðfram Miklubraut að Sogavegi. Í þeim framkvæmdum kemur vatnslögn þvert á Grensásveg og því hefur veginum verið lokað eins og áður segir.

Þá eru samhliða þessu lagðir nýir háspennustrengir sem munu ná áfram austur inn í slaufu gatnamóta Reykjanesbrautar og Miklubrautar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×