Innlent

Ásatrúarhof úr íslenskum við í Öskjuhlíðinni

María Elísabet Pallé skrifar
Ásatrúarhof er í byggingu í Öskjuhlíðinni og stefnt er að því að það verði fullbyggt í lok næsta árs. Hofið er fjármagnað af meðlimum félagsins og hafist var handa fyrr á þessu ári.

Magnús Jensen arkítekt hússins segir að hugsunin á bak við hönnun hofsins sé að reyna að endurskapa andrúmsloftið við helgiathafnir í helgum sið.

„Ég myndi segja að grundvallarhugmyndin hafi verið að tengjast náttúrunni bara sem best og að hugmyndin sé að tengjast umhverfinu á sem sterkastan hátt reginöflum náttúrunnar og kalla þau goð og kalla þau hof,“ segir Magnús.

Hilmar Örn Hilmarsson, Allsherjargoði.Skjáskot/Stöð 2
Magnús segir bygginguna sprengda fjóra metra niður í jörðina og að bergveggirnir muni blasa við helgidómnum.

„Draumurinn er að það skapist tímalaus stemning eins og einhverri óþekktri menningu annarrar veraldar,“  segir Magnús.

Hilmar Örn Hilmarsson Allsherjargoði segir að upphaflega hafi það verið árið 1973 sem hugað var að byggingu hofs.

Hilmar segir að starfsemin í húsinu verði fjölbreytt: „ Við erum líka félag sem er að fræða fólk og höfum alltaf tekið þessa varðveisluskyldu mjög alvarlega. Við viljum leggja áherslu á að gera arfinn sýnilegan, “  segir Hilmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×