Innlent

Hjólreiðamaður rotaðist í Skálafelli

Stefán Ó Jónsson skrifar
Hjólreiðamenn í hjólabrautinni í Skálafelli ná oft miklum hraða. Myndin er tekin í Skálafelli en tengist fréttinni að öðru leyti ekki.
Hjólreiðamenn í hjólabrautinni í Skálafelli ná oft miklum hraða. Myndin er tekin í Skálafelli en tengist fréttinni að öðru leyti ekki. Vísir/Vilhelm
Hjólreiðamaður hlaut heilmikið höfuðhögg í hjólabrautinni í Skálafelli um klukkan 20 í kvöld.

Samferðamaður mannsins tilkynnti um slysið og voru sjúkraflutningamenn sendir af stað á jeppa, sexhjóli og þá var fjórhjól til taks ef á þyrfti að halda.

Þrátt fyrir að maðurinn hafi rotast segir slökkviliðið í samtali við Vísi að betur hafi þó farið en áhorfðist í upphafi.

Maðurinn hafi verið með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn mættu á vettvang og bar sig nokkuð vel þrátt fyrir að vera nokkuð kaldur.

Verið er að flytja manninn til frekar aðhlynningar á Landspítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×