Lífið

Justin Bieber sendir frá sér síðsumarlag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Justin Bieber hélt tvenna tónleika hér á landi við misgóðar undirtektir.
Justin Bieber hélt tvenna tónleika hér á landi við misgóðar undirtektir. Vísir/Hanna
Poppprinsinn og Íslandsvinurinn Justin Bieber sendi í gær frá sér nýtt lag sem ber nafnið Friends.

Lagið er sagt sjálfstætt framhald ofursmellanna sem hann sendi frá sér árið 2015, What Do You Mean og Sorry, þar sem hann syngur til fyrrverandi elskhuga.

Í laginu spyr Bieber hvort fræðilegur möguleiki sé á því að hann og fyrrverandi geti verið vinir. Þá veltir hann einnig fyrir sér hvort fyrrverandi sé komin/n með nýjan elskhuga og hvort hann/hún hugsi ennþá til hans.

Lagið vann hann í samstarfi við Bloodpop en þeir hafa áður unnið saman. Til að mynda kom hann að 5 lögum á nýjustu plötur Biebers, Purpose.

Nýjasta lagið úr smiðju þeirra Biebers og BloodPop, Friends, má heyra hér að neðan.

Annars er það helst að frétta af Bieber að hann aflýsti öllum tónleikum sem eftir voru á tónleikaferð hans um miðjan júlímánuð. Sagði hann það vera vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×