Lífið

Munurinn á þessum myndum eru 5 sekúndur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það verður ekki af Sam Wood tekið að hann er í fínu formi.
Það verður ekki af Sam Wood tekið að hann er í fínu formi. Sam Wood
Einkaþjálfarinn Sam Wood brýnir fyrir fólki að kokgleypa ekki við öllu sem það sér á samfélagsmiðlum. Hann tók tvær myndir af sér, með 5 sekúndna millibili og munurinn er sláandi.

Við myndirnar skrifaði hann að fólk ætti ekki að hugsa of mikið um útlit annarra.

„Myndirnar sem þú sérð á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum draga ekki upp rétta mynd af því hvernig fólk lítur út í alvörunni. Lýsing, líkamsstaða, mismunandi sjónarhorn og öll hin trixin í bókinni eru notuð. Ef það veitir innblástur þá kann það að vera af hinu góða. Ef það býr til óheilbrigðan samanburð og hefur áhrif á sjálfsmyndina þína þá er það óheilbrigt. Veittu öðrum athygli en ekki einblína á hvernig aðrir líta út. Nýttum frekar tímann og orkuna í að vinna úr hverjum degi og stefnum að því að vera heilbrigð, hamingjusöm og besta útgáfan af okkur,“ segir Sam Wood.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem hann ítrekar boðskap sinn og sýnir hvað litlar breytingar geta haft mikil áhrif á útkomu ljósmynda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×