Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Árásin sem gerð var í borginni Túrkú í Finnlandi í gær, þegar maður stakk fjölda fólks með hnífi, er talin hafa beinst sérstaklega að konum. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC herma að sex af þeim átta sem slösuðust í árásinni hafi verið konur. Finnsk lögregluyfirvöld rannsaka nú hvort tengsl hafi verið á milli árásarinnar í gær og þeirrar sem gerð var í Barcelona á fimmtudag, en unnið er með Europol að rannsókn málsins.

Silja Ketonen er finnsk, en bjó á Íslandi um árabil. Hún er búsett í Turku ásamt fjölskyldu sinni. Henni var mjög brugðið þegar hún heyrði fyrst af árásinni, enda er túrkú lítil borg sem talin er mjög örugg. Ítarlega verður rætt við Silju í fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö, en hún segir finnsku þjóðina í sárum vegna málsins.

Fréttastofan verður líka á ferðinni í tengslum við Menningarnótt og hina ýmsu viðburði sem henni fylgja, og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu úr miðborginni. Þetta og margt fleira í fréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×