Tónlist

Atli Örvarsson semur lag ásamt Samuel L. Jackson

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Atli Örvarsson hefur lengi verið eitt fremsta tónskáld Íslendinga.
Atli Örvarsson hefur lengi verið eitt fremsta tónskáld Íslendinga. Vísir/Anton Brink
Tónskáldið Atli Örvarsson semur tónlistina fyrir nýjustu mynd Samuels L. Jacksons, The Hitmans Bodyguard. Titillag myndarinnar samdi Atli með Samuel sjálfum og syngur Samuel meðal annars lagið. Lagið var tekið upp í Hofi á Akureyri. Um 60 manna hljómsveit leikur tónlist Atla við kvikmyndina.

„Hann og Ryan Reynolds sátu tveir saman í bílnum hans og voru að spjalla þegar allt í einu lagið varð til. Ég held að þetta hafi í rauninni verið spunnið í settinu,“ er haft eftir Atla í miðlinum Hollywood Reporter.

Úr varð nokkurs konar blúsað gospel lag og rödd Samuels sjálfs skín í gegn.

Aðstandendur Hofs undirbúa nú nýja aðstöðu til að hljóðrita sinfóníska kvikmyndatónlist.  Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, yfirmaður tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar segir þetta vera eitt stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar.

Lagið má heyra hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×