Íslenski boltinn

FH fær króatískan kantmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matija Dvornekovic í leik með Torpedo Moskvu.
Matija Dvornekovic í leik með Torpedo Moskvu. vísir/getty
Íslandsmeistarar FH hafa samið við Matija Dvornekovic, 28 ára króatískan kantmann.

Hann lék síðast með Kukësi í Albaníu og varð albanskur meistari með liðinu á síðasta tímabili. Dvornekovic skoraði þá fjögur mörk í 33 deildarleikjum.

Dvornekovic hefur einnig leikið í heimalandinu og Rússlandi. Hann lék á sínum tíma tvo leiki fyrir U-19 ára landslið Króatíu.

Í gær samdi FH við franska varnarmanninn Cédric D'Ulivo.

Dvornekovic og D'Ulivo gætu leikið sinn fyrsta leik fyrir FH þegar liðið mætir KA í Pepsi-deildinni á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Áttum okkur á því að þetta er risaleikur

FH leikur einn stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Maribor frá Slóveníu í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. Sigurvegari rimmunnar spilar í Evrópukeppni fram að áramótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×