Enski boltinn

Chelsea furðu lostið á fullyrðingum Costa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Costa og Antonio Conte.
Diego Costa og Antonio Conte. Vísir/Getty
Chelsea er orðið þreytt á ásökunum Diego Costa um meinta meðferð félagsins á honum síðustu vikur og mánuði. Talsmaður félagsins segir að ásakanirnar séu einfaldlega þvættingur.

Sky Sports greinir frá þessu en á fimmtudag greindi Ricardo Cardoso, lögmaður Costa, frá því í samtali við spænska félagið að skjólstæðingur hans ætlaði að fara fram á að verða seldur frá félaginu. Þá hótaði hann Chelsea einnig málsókn.

Costa er ekki í plönum Antonio Conte, stjóra Chelsea. Costa og lögmaður hans fullyrða að Conte hafi tilkynnt leikmanninum það með SMS-skilaboðum í júní.

„Við tjáum okkur ekki venjulega um ummæli af þessum toga en ég tel að við ættum að gera það að þessu sinni,“ sagði talsmaður Chelsea.

„Lögmaðurinn er einfaldlega með rangar forsendur í máli sínu. Antonio hefur sagt áður og það ítrekast hér með að ákvörðun um Diego var tekin í janúar,“ sagði talsmaðurinn.

„Leikmaðurinn vissi af þeirri ákvörðun og umboðsmaðurinn líka. Það er greinilegt að lögmaðurinn var ekki nógu vel upplýstur.“

„Þannig að ásökun lögmannsins um að leikmanninum hafi verið bolað í burtu með SMS-skilaboðum er einfaldlega þvættingur. Við munum setja punkt við málið núna og sjáum hvað gerist í félagaskiptaglugganum.“

Costa varð Englandsmeistari með Chelsea á síðustu leiktíð og skoraði Costa alls 20 mörk í 35 leikjum í deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×