Enski boltinn

Aron Einar og félagar fara vel af stað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar var á sínum stað í byrjunarliði Cardiff.
Aron Einar var á sínum stað í byrjunarliði Cardiff. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff City sem vann 0-1 sigur á Burton Albion í 1. umferð ensku B-deildarinnar í dag.

Kenneth Zohore skoraði eina mark leiksins þegar þrjár mínútur voru eftir.

Reading, sem komst alla leið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, tapaði 2-0 fyrir QPR á Loftus Road.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading og lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir félagið. Selfyssingnum var skipt af velli á 59. mínútu, strax eftir að QPR komst í 2-0.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bristol City bar sigurorð af Barnsley, 3-1, á heimavelli. Bristol gekk frá leiknum í fyrri hálfleik en staðan eftir hálftíma var 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×