Lífið

Setja hátíðnihljóð yfir Trump

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ilana Glazer t.v. og Abby Jacobson t.h. þurftu að endurskrifa handritið að fjórðu seríu eftir úrslit forsetakosninganna.
Ilana Glazer t.v. og Abby Jacobson t.h. þurftu að endurskrifa handritið að fjórðu seríu eftir úrslit forsetakosninganna. Vísir/getty
Gamanleikkonurnar Abby Jakobson og Ilana Glazer setja hátíðnihljóð yfir nafn Donalds Trumps í hvert skipti sem hann er nefndur á nafn í glænýrri seríu af Broad City sem væntanleg er á skjáinn.

Vanalega er sá háttur hafður á hljóðmerkið sé notað til að þurrka út klúr og óæskileg orð í sjónvarpi en vinkonunum í Broad City finnst full ástæða til að þurrka út nafn forsetans. „Það er ekkert pláss fyrir appelsínuna í útsendingu,“ segir Ilana Glazer um þá ákvörðun að notast við hátíðnihljóðið.



 

Aðdáendur Broad City eru sérstaklega spenntir fyrir því hvernig Abby og Ilana ætla að tækla Donald Trump.Vísir/getty
Þáttaröðin Broad City snýr aftur á skjáinn á Comedy Central 23. ágúst. Umrædd fjórða sería gamanþáttarins fjallar um bestu vinkonurnar Abby og Ilönu og hversdagsleg en bráðfyndin ævintýri þeirra en í þetta skiptið er sögusviðið Ameríka Donalds Trump.

Þegar Abby og Ilana skrifuðu handritið að fjórðu seríunni bjuggust þær fastlega við að Hillary Clinton yrði næsti forseti Bandaríkjanna og skrifuðu þær handritið með það fyrir augum. Vegna anna og annarra verkefna þurftu þær að gera hlé á handritaskrifum en í millitíðinni varð Donald Trump kjörinn forseti. Abby og Ilana neyddust til þess að endurskrifa handritið að mestu. Þetta kemur fram á USA Today.

Aðdáendur Broad City mega því eiga von á að sjá nýja og pólitíska hlið á grínistunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×