Enski boltinn

Wenger: Vill að stuðningsmennirnir standi þétt við bakið á liðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arsene Wenger og Petr Cech með Samfélagsskjöldinn.
Arsene Wenger og Petr Cech með Samfélagsskjöldinn. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að vonum kátur eftir að hafa stýrt Skyttunum til sigurs á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Arsenal vann vítaspyrnukeppnina 4-1. Skytturnar voru einum fleiri frá 80. mínútu eftir að Pedro var rekinn af velli.

„Ég veit ekki hvort þetta var rautt spjald eða ekki en á því augnabliki höfðum við yfirburði. Við áttum í erfiðleikum í byrjun seinni hálfleiks en eftir það stjórnuðum við leiknum. Við vorum alltaf hættulegir,“ sagði Wenger eftir leikinn.

Arsenal mætir Leicester City í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudaginn kemur. Wenger hvatti stuðningsmenn Arsenal til að standa með liðinu í vetur.

„Í ensku úrvalsdeildinni er hver einasti leikur bardagi, eins og í dag. Það er draumur að geta glatt stuðningsmennina. Ég vil að þeir standi þétt við bakið á liðinu því það skiptast eflaust á skin og skúrir í vetur,“ sagði Wenger.

„Við viljum vera sameinaðir og samheldnir í gegnum tímabilið.“


Tengdar fréttir

Skyttunum brást ekki bogalistin á vítapunktinum

Arsenal vann Samfélagsskjöldinn 2017 eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni, 4-1. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Þetta er í fimmtánda sinn sem Arsenal vinnur Samfélagsskjöldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×