Lífið

Sinead O'Connor öskrar á hjálp í tilfinningaþrungnu myndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið hefur vakið mikla athygli.
Myndbandið hefur vakið mikla athygli.
„Ég vona að þetta myndband geti hjálpað einhverjum en ég veit að ég er bara ein af mörgum milljónum sem eru alveg eins og ég,“ segir söngkonan Sinead O'Connor í myndbandi sem hún deildi á Facebook-síðu sinni fyrir helgi.

O'Connor glímir við þunglyndi og hefur oft tjáð sig opinberlega um veikindin. 

„Það er fullt af fólki sem hefur kannski ekki þann stuðning eins og ég, og jafnvel ekki þá fjárhagslegu stöðu sem nauðsynleg er.“

Söngkonan greinir frá því í myndbandinu að hún glímir við þrjá mismunandi andlega sjúkdóma. Hún segist búa á móteli í New Jersey.

„Það er enginn í lífi mínu núna fyrir utan geðlæknirinn minn en hann er yndislegasti maður í heiminum sem segir að ég sé hetjan sín. Hann er það eina sem heldur mér á lífi í dag. Ég skil bara ekki hvernig einhver manneskja getur verið skilin eftir svona ein. Andleg veikindi eru í raun eins og eiturlyf, þeim er alveg nákvæmlega sama hver þú ert.“

O'Connor segist berjast á hverjum einasta degi að halda sér á lífi.

„Ég er búin að vera ein í tvö ár og það er verið að refsa mér fyrir að vera andlega veik og reið.“

Myndbandið er átakanlegt og má sjá hér að neðan. O'Connor setur inn myndbandið til að vekja athygli á því að fólk sem glímir við andleg veikindi þarf alltaf á hjálp að halda. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×