Enski boltinn

Félagaskipti Gylfa í uppnámi: Deilt um fimm milljónir punda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi tók ekki þátt í síðasta æfingaleik Swansea.
Gylfi tók ekki þátt í síðasta æfingaleik Swansea. vísir/getty
Svo gæti farið að Everton tækist ekki að landa Gylfa Þór Sigurðssyni.

Samkvæmt heimildum The Telegraph deila Everton og Swansea City enn um kaupverðið á Gylfa. Fimm milljónum punda munar á því sem Everton er tilbúið að borga og því sem Swansea vill fá.

Í frétt Telegraph segir að félögin hafi komist að samkomulagi um kaupverð upp á 45 milljónir punda áður en Everton vildi setjast aftur að samningaborðinu.

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, hefur lagt mikla áherslu á að fá Gylfa sem átti frábært tímabil í fyrra.

Á sunnudaginn sagði Koeman að það styttist í að gengið yrði frá kaupunum á Gylfa. Það virðist þó ætla að tefjast enn frekar.


Tengdar fréttir

Koeman: Við nálgumst Gylfa

Everton er nálægt því að ganga frá kaupunum á Gylfa Þór Sigurðssyni frá Swansea City. Þetta segir Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×