Erlent

Ekið á sex hermenn í París

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Talið er að um árás hafi verið að ræða.
Talið er að um árás hafi verið að ræða. Vísir/EPA
Sex hermenn eru særðir eftir að bíl var ekið á þá í París í morgun.

Tveir hermenn eru taldir alvarlega slasaðir en hinir fjórir hlutu smávægilega áverka ef marka má fyrstu fregnir af málinu. Þar er því jafnframt haldið fram að um árás hafi verið að ræða.

Hermennirnir höfðu staðið við hlið bifreiðar hjá Place de Verdun, ekki langt frá ráðhúsi sveitarfélagsins Levallois-Perret í norðvesturhluta Parísar.

Sveitarstjórinn segir að ökumaðurinn, sem ók BMW, virtist hafa setið um hermennina og beðið eftir því að þeir yfirgæfu herstöðina. Hann segir því ljóst að þetta hafi verið af ásettu ráði. Hann bætir jafnframt við að bíllinn hafi verið á mikill ferð og að allt hafi gerst mjög hratt.



Lögreglan leitar nú ökumannsins sem keyrði rakleiðis af vettvangi eftir áreksturinn. Talið er að hann hafi verið einn í bílnum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×