Enski boltinn

Mourinho útilokar að Bale komi til United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Bale í leiknum í gær.
Gareth Bale í leiknum í gær. Vísir/Getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, telur útilokað að Gareth Bale yfirgefi Real Madrid nú og gangi til liðs við Manchester United. Þetta sagði hann eftir 2-1 tap liðsins fyrir Real Madrid í UEFA Super Cup í gær.

Bale hefur verið orðaður við United í sumar og enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir við að halda þeim sögusögnum á lofti. Hins vegar hafa forráðamenn Real Madrid ekki gefið annað í skyn en að þeir vilji halda Bale.

„Ég held að allir viti að hann fari hvergi.“

„Það er greinilegt að félagið vill hann, stjórinn vill hann og leikmaðurinn vill sjálfur vera hjá félaginu. Þannig að þessu var lokið áður en þetta byrjaði,“ sagði Mourinho eftir leikinn í gær. Sjálfur sagði Bale að hann væri ekki að hugsa um að fara frá Real Madrid.

Sjá einnig: Tottenham fær alltaf 72 tíma til að jafna tilboð frá Man. United í Bale

„Ég er aðeins að einbeita mér að því að spila fótbolta og veit ekki öðru sem er sagt athygli. Ég hef ekkert lesið af þessum fréttum, þó svo að fólk hafi sagt mér hitt og þetta.“

„Ég nýt þess að spila fótbolta. Ég vil spila eins mikið og ég get og vinna titla.“

Bale skrifaði undir nýjan samning við Real Madrid í október í fyrra og er nú samningsbundinn félaginu til 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×