Enski boltinn

Man Utd hætti við að kaupa Isco því þeim fannst hann vera með of stórt höfuð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Er þetta óeðlilega stórt höfuð?
Er þetta óeðlilega stórt höfuð? vísir/getty
Manchester United hætti við að kaupa spænska miðjumanninn Isco árið 2013 því þeim fannst höfuðið á honum vera of stórt.

Isco átti mjög góðan leik þegar Real Madrid vann Manchester United, 2-1, í leiknum um Ofurbikar Evrópu í gær og var valinn maður leiksins. Spánverjinn skoraði seinna mark Real Madrid og var síógnandi.

Andy Mitten skrifaði grein um leikinn sem birtist á ESPN í morgun. Þar greinir Mitten m.a. frá því að undir lok stjóratíðar Sir Alex Ferguson hafi United sent njósnara á leik með Málaga til fylgjast með Isco.

„Hann er góður en ekki nógu fljótur og höfuðið á honum er of stórt fyrir líkamann,“ var niðurstaða njósnarans.

Þetta „stóra“ höfuð Iscos hefur ekki truflað hann hingað til á ferlinum. Hann hefur orðið Spánar- og bikarmeistari með Real Madrid og unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang.


Tengdar fréttir

Mourinho gaf silfurpeninginn sinn í gær

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var fljótur að losa sig við silfurpeninginn sem hann fékk í gærkvöldi eftir tap United liðsins á móti Real Madrid í Súperbikar UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×