Íslenski boltinn

Águst: Erum ekki endilega að spá í fallbaráttunni

Árni Jóhannsson skrifar
Ágúst vildi fá meira en eitt stig út úr leiknum í kvöld.
Ágúst vildi fá meira en eitt stig út úr leiknum í kvöld. vísir/anton
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var ekki sáttur við að fá einungis eitt stig úr leik hans mann við KA fyrr í dag.

„Ég get ekki sætt mig við stigið, eins og leikurinn þróaðist þá hefði ég viljað klára hann. Við komumst í 2-0 og skorum frábær mörk og eigum gott upphlaup sem hefði getað klárað leikinn,“ sagði Ágúst.

„Aftur á móti fáum við mark í andlitið rétt fyrir hálfleik og mjög erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn eftir það og að sama skapi gerðu KA menn vel í að koma af krafti út í hálfleik. Við hefðum kannski átt að klára þetta í fyrri hálfleik en úr því sem komið var er eitt stig fínt í hörkuleik. Flottur leikur og mikið aksjón. KA menn spiluðu vel eins og við sem áttum góða kafla.“

Ágúst var ekki sammála því að leikurinn hafi koðnað niður og einkennst af því að hvorugt lið hafi verið að reyna að verja stigið.

„Mér fannst bæði lið hafa fengið góð færi þó það hafi aðeins dáið niður. Það var allt búið að vera á fullu í 70 mínútur. Bæði lið lögðu sig 100% fram og komu færi hérna í lokin sem hefðu getað klárað leikinn.“

Ágúst var spurður að því hvort að hans menn væru komnir með áhyggjur af því að vera að dragast niður í fallbaráttu.

„Nei við erum ekkert endilega að spá í það. Við fengum eitt stig í dag sem og liðin fyrir neðan okkur og það er stutt í KA og stutt í allt. Við verðum að halda áfram að spila eins og í dag og þá eigum við eftir að fá fullt af stigum í viðbót.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×