Fótbolti

Þjálfari Sviss: Verkefni fyrir Herkúles að sigra víkingana frá Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar
Vanessa Bernauer, Martina Voss-Teckelnburg og Ana-Maria Crnogorcevic.
Vanessa Bernauer, Martina Voss-Teckelnburg og Ana-Maria Crnogorcevic. Vísir/Kolbeinn Tumi
Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari Sviss, gaf lítið fyrir þá spurningu blaðamanns að Svisslendingar væru mun sigurstranglegri í leiknum gegn Íslandi á morgun í ljósi síðustu viðureigna þjóðanna. Sviss hefur unnið þrjá síðustu leiki landsliðanna, samanlagt 7-0. 

„Fortíðin er fortíðin,“ sagði Voss-Tecklenburg á blaðamannafundi í Doetinchem í dag. Allt snerist um leikinn á morgun og fyrir Sviss væri leikurinn á morgun á par við verkefni fyrir sjálfan Herkúles að sigra víkingana frá Íslandi.

„Við kunnum að meta andann sem íslenska liðið hefur og viljum gefa allt í þetta,“ sagði Voss-Tecklenburg og átti bæði við landsliðið og stuðningsmenn Íslands sem vöktu mikla athygli gegn Frakklandi.

Ana-Maria Crnogorcevic, markheppinn varnarmaður Svisslendinga, var spurð út í leikinn gegn Austurríki sem tapaðist óvænt 1-0.

„Við áttum ekki okkar besta leik gegn Austurríki,“ sagði Crnogorcevic en hún var sérstaklega spurð út í standið á Ramonu Bachmann, stjörnuleikmanni Sviss, sem hefur glímt við smávægileg meiðsli.

„Hún átti ekki sinn besta leik en vonandi sjáum við betri Ramonu Bachmann á morgun. Það er loforð,“ sagði Crnogorcevic.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebookog Twitter.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×