Fótbolti

Stressið fór með Sviss gegn Austurríki

Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar
Nina Burger fagnar sigurmarki sínu fyrir Austurríki gegn Sviss.
Nina Burger fagnar sigurmarki sínu fyrir Austurríki gegn Sviss. Vísir/Getty
Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari Sviss, segir að leikmenn liðsins hafi verið óvenju stressaðar fyrir leikinn gegn Austurríki. Sviss tapaði 1-0 í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni gegn grönnum sínum en flestir reiknuðu með sigri Sviss.

„Það er ný staða fyrir liðið að vera í þeirri stöðu að eiga að vinna Austurríki og Ísland,“ sagði þjálfarinn. Þrátt fyrir að liðið hafi spilað á HM í Kanada 2015 þá hafi leikmenn verið mun stressaðri fyrir Austurríkisleikinn en nokkurn tímann leikina á HM. 

„Við áttum ekki okkar besta leik gegn Austurríki,“ sagði Ana-Maria sem var spurð út í frammistöðu Ramonu Bachmann í fyrsta leiknum. Stjarna svissneska liðsins átti ekki góðan dag.

„Hún átti ekki sinn besta leik en vonandi sjáum við betri Ramonu Bachmann gegn Íslandi. Ég lofa því,“ sagði Ana Maria og bætti við að enginn leikmaður Sviss hefði náð sér á strik.

Svisslendingar sakna miðvarðarins Rahel Kiwic í leiknum á eftir en hún fékk rautt spjald gegn Sviss. Voss-Tecklenburg sagði Sviss auðvitað sakna hennar í leiknum og Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, sagði auðvitað um sterkan leikmann að ræða hjá Sviss. Hins vegar hefði hún einnig veikleika sem íslenska liðið hefði getað nýtt sér.

Að neðan má sjá EM í dag frá því í morgun.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×