Innlent

Þoka setur strik í sólarreikning íbúa á suðvesturhorninu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd sem tekin var á Hringbrautinni í Vesturbæ Reykjavíkur í dag en þokan var nokkuð mikil þar sem og í miðbænum. Hún hefur svo færst sig austur yfir borgina.
Mynd sem tekin var á Hringbrautinni í Vesturbæ Reykjavíkur í dag en þokan var nokkuð mikil þar sem og í miðbænum. Hún hefur svo færst sig austur yfir borgina.
Þoka hefur slæðst inn yfir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes eftir hádegi í dag þar sem þokubakki sem myndaðist á Faxaflóa í nótt og í morgun hefur teygt sig inn á land á suðvesturhorninu.

Þokan hefur því án efa sett strik í sólarreikning einhverra en búið var að spá blíðviðri í borginni í dag og þó nokkrum hlýindum.

„Já, þetta er aðeins að spilla gleðinni fyrir okkur,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi.

„Við vorum að vona þessi þoka, þar sem hún er ekki sérlega þykk, að hún myndi sviðna af en hún hefur ekki gert það ennþá þó að það sé auðvitað ekki útilokað að það gerist. Það er þó sennilegt að það þéttist í kvöld og það gæti þá verið einhver þoka viðvarandi hérna þangað til í fyrramálið,“ segir Theodór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×