Fótbolti

Brosandi borgarstjóri og belgísk boltamær í Rotterdam | Myndir

Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, með dóttur sinni í Rotterdam í dag.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, með dóttur sinni í Rotterdam í dag. vísir/tom
Þrátt fyrir að stelpurnar okkar séu á heimleið eftir leikinn á móti Austurríki í kvöld var gleðin við völd hjá stuðningsmönnum Íslands í Fan Zone eða stuðningsmannasvæðinu í miðborg Rotterdam í dag.

Það var svo sannarlega málað blátt og var fjöldinn svo mikill að skrúðgangan á völlinn fékk lögreglufylgd. Aðeins stuðningsmenn heimakvenna hafa fengið lögreglufylgd á völlinn vegna fjölda sem sýnir stuðninginn sem stelpurnar okkar fá hér í Hollandi.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur í Fan Zone í dag með konu sinni Elísu Reed. Synir þeirra voru með í fjör og skemmtu sér í leiktækjunum sem voru fyrir börnin. Dagur B. Eggertsson kíkti einnig við og blandaði geði við mannskapinn.

Belgísk boltamær stal aftur á móti senunni þar sem þessi ungi snillingur hélt 3.889 sinnum á lofti í keppni sem fram fór á stuðningsmannasvæðinu. Metið áður en hún byrjaði var 773 og má því segja að hún hafi verið öruggur sigurvegari.

Sú belgíska var komin með krampa eftir að halda boltanum á lofti í tæpa klukkustund en hún sparkaði reglulega boltanum upp á höfuð sér og teygði þá úr löppunum. Algjörlega magnað.

Hún var klædd íslensku landsliðstreyjunni og sagði við gesti og gangandi að hún hefði einfaldlega heillast svo af mikið af íslensku fótboltastemningunni að hún fékk sér treyju og vildi vera með.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá stuðningsmannasvæðinu í dag og neðst er svo myndasyrpa.

Blessuð börnin voru mætt, kát og glöð.vísir/tom
Belgíski boltasnillingurinn hélt 3.889 sinnum á lofti.vísir/tom
Belgíska boltamærin.vísir/tom

Tengdar fréttir

Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM

Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×