Lífið

Vildi helst spila handbolta alla daga

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Það er hægt að spila handbolta utan dyra, að sögn Heklu Fannar sem er nýkomin frá Svíþjóð þar sem hún spilaði úti – á gervigrasi.
Það er hægt að spila handbolta utan dyra, að sögn Heklu Fannar sem er nýkomin frá Svíþjóð þar sem hún spilaði úti – á gervigrasi.
Hekla Fönn Vilhelmsdóttir er þrettán ára og er nýkomin af stóru handboltamóti í Svíþjóð. En með hvaða félagi æfir hún handbolta og í hvaða flokki er hún?

Ég æfi handbolta með HK og er í fimmta flokki.

Hvar varstu að keppa úti og á hvaða móti? Ég var að keppa í Gautaborg í Svíþjóð á handboltamótinu Partille Cup.

Spiluðuð þið marga leiki? Við spiluðum sex leiki.

Hvernig gekk? Það gekk ágætlega og ég lærði fullt af þessu.

Ertu búin að æfa handbolta lengi? Ég er búinn að æfa í fimm ár.

Hvað finnst þér skemmtilegast við handboltann? Allt!

Er hægt að æfa handbolta úti? Já, það er hægt en á Íslandi er alltaf spilað inni. Á Partille Cup spiluðum við úti á gervigrasi.

Stefnir þú á atvinnumennsku? Já, það væri skemmtilegt að geta spilað handbolta alla daga.

Áttu þér önnur áhugamál og þá hver? Já, að ferðast og að fara á skíði á veturna.

Hvar finnst þér mest gaman að ferðast? Ég elska að ferðast um Ísland.

Hvað langar þig mest að verða þegar þú verður stór? Ég veit það ekki alveg en það kemur margt til greina.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×