Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Tökum margt úr þessum leik fyrir slagsmálin í Ólafsvík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnlaugur er sáttur með sína menn eftir leikinn.
Gunnlaugur er sáttur með sína menn eftir leikinn. vísir/ernir
„Ég verð að viðurkenna það að ég sá þennan bolta í netinu,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn í kvöld en þá á hann við þegar Arnar Már Guðjónsson misnotaði dauðafæri undir blálok leiksins upp á Skaga í kvöld. 

Þar gerður Skagamenn 1-1 jafntefli við Víkinga í 10.umferð Pepsi-deildar karla. 

„Ég er gríðarlega ánægður með þennan leik og mér fannst við bara virkilega þéttir varnarlega. Mér fannst svona í kortunum að við værum að fara taka þennan leik og ná þessum þremur stigum. Mér fannst eiginlega ekkert í gangi hjá Víkingum.“

Gunnlaugur var ekki sáttur við dómara leiksins þegar Víkingar skora.

„Fyrir það fyrsta þá er brotið á Patrik Stefanski í aðdragandanum en við vorum samt klaufar að missa þennan bolta í gegn og hleypa inn þessu marki.“

Hann segir að liðið geti byggt á miklu eftir þennan leik.

„Næsti leikur er heldur betur mikilvægur leikur og við verðum að mæta alveg klárir. Þar verður mikið undir og við getum tekið margt úr þessum leik í þessi slagsmál í Ólafsvík.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×