Lífið

Svona oft áttu að skipta um rúmföt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Settu rúmfötin í vélina.
Settu rúmfötin í vélina.
Philip Tierno, örverufræðingur frá New York University, hefur rannsakað hversu oft fólk ætti að skipta um rúmföt.

Við eyðum líklega um þriðjungi ævi okkar upp í rúmi og því er vissara að vera með þessa hluti á hreinu.

Tierno segir að ef við erum með rúmfötin of lengi á geti sýklar og aðrar örverur smitað okkur og við endum veik, upp í rúmi. Allskonar tegundir af sveppum geta til að mynda þrifist í rúmfötum og er oft fullkomið rakastig fyrir sveppi þar.

Sem dæmi hafa rannsóknir sýnt að um 16 tegundir af sveppum geti lifað í rúmfötum fólks.

Tierno segir að það sé best að skipta um rúmföt einu sinni í viku og þá er hægt að koma í veg fyrir allskonar heilsufarsleg vandamál sem væri hægt að rekja til skítugra rúmfata.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×