Matur

Hollar sumar­pönnu­kökur

Hollar og góðar pönnukökur með ferskum berjum. Hvað er betra í sumarfríinu?
Hollar og góðar pönnukökur með ferskum berjum. Hvað er betra í sumarfríinu?

Pönnukökur eru alltaf unaðslega góðar. Hér eru hollar pönnukökur sem passa vel á góðum sumarmorgni með kaffinu eða í bröns. Nú er gott verð á alls kyns berjum í verslununum og um að gera að borða nóg af þeim.

Berin eru einstaklega góð með pönnukökum og kotasælu ef fólk vill hafa allt hollt og gott. Annars er jógúrtís líka í fínu lagi. Uppskriftin miðast við fjóra.

Hollar sumarpönnukökur

7 egg
3 dl haframjöl
3 dl kotasæla
2 bananar
25 g smjör

Jarðarber, bláber, hindber eða brómber til að hafa með.

Hrærið saman egg, haframjöl, kotasælu og banana í matvinnsluvél þar til blandan verður létt og jöfn. Steikið pönnukökur með smá smjöri og fáið fallegan lit á báðar hliðar.

Berið fram með kotasælu og berjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira