Innlent

Tæplega helmingur á móti inngöngu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Litlar breytingar hafa verið á afstöðu almennings gagnvart inngöngu Íslands í ESB undanfarin þrjú ár.
Litlar breytingar hafa verið á afstöðu almennings gagnvart inngöngu Íslands í ESB undanfarin þrjú ár. vísir/stefán
47,9% svarenda kváðust andvíg eða mjög andvíg því að Ísland gengi í Evrópusambandið þegar MMR spurði í júní. Á móti voru 29,0% svarenda sem sögðust hlynnt eða mjög hlynnt því að Ísland gengi í Evrópusambandið.

Litlar breytingar hafa verið á afstöðu almennings gagnvart inngöngu Íslands í ESB undanfarin þrjú ár. Ef litið er hins vegar til samanburðar til seinni hluta ársins 2012 hefur andvígum fækkað um rúmlega 10 prósentustig en þá kváðust milli 60 og 65% Íslendinga andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á sama tímabili hefur hlynntum fjölgað um 5 til 10 prósentustig.

Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 21. júní og fengust 1.017 svör úr spurningavagni MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×