Lífið

Ferð til Íslands í verðlaun í Facebook-leik MySpace Tom

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tom var alltaf með þessa mynd (t.h.) á MySpace-reikningnum sínum, og er reyndar líka á Facebook, en til vinstri er mynd sem hann setti á Instagram þegar hann kom til Íslands fyrr í sumar.
Tom var alltaf með þessa mynd (t.h.) á MySpace-reikningnum sínum, og er reyndar líka á Facebook, en til vinstri er mynd sem hann setti á Instagram þegar hann kom til Íslands fyrr í sumar.
Íslandsvinurinn Tom Anderson, sem ef til vill er betur þekktur sem MySpace Tom, fór í gang með gjafaleik á Facebook-síðu sinni í kvöld. Verðlaunin eru ekki af verri endanum: fjögurra daga ferð til Íslands.

Sjálfur hefur Tom komið þrisvar til Íslands, og nú síðast í júní, og segir hann á Facebook að landið sé svo töfrandi staður að hann vilji leyfa einvherjum af fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum að upplifa landið líka.

Til að taka þátt í leiknum þarf að gera þrennt: fylgja My Space Tom og WOW air á Facebook, setja „læk“ á myndbandið sem fylgir færslunni, setja athugasemd við myndbandið og merkja þrjá vini sína í athugasemdinni.

Anderson stofnaði samfélagsmiðilinn Myspace árið 2003 ásamt Chris DeWolfe og sló miðillinn rækilega í gegn á sínum tíma. Facebook vann síðan slaginn um vinsælasta samfélagsmiðilinn. Tom hætti hjá Myspace árið 2009 eftir að þeir félagar höfðu selt News Corp fyrirtækið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×