Fótbolti

Matthías skoraði í sigri Rosenborg

Matthías skorar og skorar
Matthías skorar og skorar visir/getty
Norsku meistararnir í Rosenborg lögðu Sogndal af velli 0-3 í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Sogndal sat í 11. sæti deildarinnar fyrir leikinn með 20 stig en Rosenborg sat í efsta sætinu með 32 stig eftir 16 umferðir.

Milan Jevtovic kom gestunum í Rosenborg yfir á 31. mínútu eftir stoðsendingu frá Mike Jensen og staðan var 0-1 þegar að fyrri hálfleik lauk.

Þegar að ellefu mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum jók Fredrik Midtsjoe forskot Rosenborg í 0-2 og útlitið ekki bjart fyrir heimamenn í Sogndal. Matthías Vilhjálmsson, sem hefur verið funheitur með liði Rosenborg kom inn á sem varamaður á 61. mínútu, skoraði á 78. mínútu leiksins, sjöunda markið sitt í deildinni og kom Rosenborg í 0-3 og þar við sat.

Leikmenn Rosenborg náðu sér í góð þrjú stig og sitja efstir í deildinni með 35 stig en á eftir þeim sitja Brann í öðru sætinu með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×