Fótbolti

Fengu táfýlusprey til að bregðast við ástandinu á leikmannaganginum

Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar
Anna Björk Kristjánsdóttir (lengst til vinstri) á æfingu landsliðsins í Ermelo ásamt Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.
Anna Björk Kristjánsdóttir (lengst til vinstri) á æfingu landsliðsins í Ermelo ásamt Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Vísir/Tom

„Anna Björk er náttúrulega með hrikalega táfýlu en við erum búin að fá táfýlusprey,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Dagný brást vel við beiðni íþróttadeildar að rölta með þeim um leikmannaganginn á hóteli stelpnanna í Ermelo í Hollandi. Stelpurnar eru tvær og tvær í herbergi og Dagný kynnti leikmennina fyrir landi og þjóð og velti fyrir sér hvað væri í gangi í hverju herbergi fyrir sig.

Í ljós kom að meðal vandamála á gangi íslenska liðsins er megn táfýla og bar þar nafn Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur, miðvarðar landsliðsins, á góma. Þá þykir lyktin úr markmannshönskum Guðbjargar, Sonnýjar og Söndru ekki mikið betri.

Innslagið í heild má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira