Íslenski boltinn

Komnar fleiri þrennur en allt tímabilið í fyrra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrennumennirnir í Pepsi-deildinni 2017.
Þrennumennirnir í Pepsi-deildinni 2017.

Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu þegar KA vann 6-3 sigur á ÍBV í miklum markaleik í 11. umferð Pepsi-deildar karla í gær.

Þetta var fyrsta þrenna Hallgríms í efstu deild en Húsvíkingurinn er alls kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Þrennu Hallgríms og öll mörkin úr leik KA og ÍBV má sjá hér að neðan.

Þetta var önnur þrenna KA-manns í sumar en danski framherjinn Emil Lyng skoraði þrjú mörk í 1-4 sigri KA á Víkingi Ó. 5. júní síðastliðinn.

Þrenna Hallgríms var jafnframt sú fjórða í Pepsi-deildinni í sumar. Þegar mótið er hálfnað hafa því verið skoraðar fleiri þrennur en allt sumarið í fyrra.

Fyrsta þrenna Pepsi-deildarinnar 2017 kom strax í 1. umferðinni þegar Steven Lennon skoraði þrjú mörk í 2-4 sigri FH á ÍA.

Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason skoraði svo þrennu í 2-3 sigri á ÍA í 4. umferðinni.

Aðeins þrjár þrennur voru skoraðar í Pepsi-deildinni í fyrra.

Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu í 4-2 sigri ÍA á Stjörnunni, Óttar Magnús Karlsson gerði öll mörk Víkings R. í 3-1 sigri á Breiðabliki og Aron Bjarnason skoraði þrennu í 4-0 sigri ÍBV á Val.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira