Fótbolti

Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg

Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar
Stelpurnar okkar einbeittar á æfingunni í dag að bíða eftir að boltinn komi niður úr loftinu.
Stelpurnar okkar einbeittar á æfingunni í dag að bíða eftir að boltinn komi niður úr loftinu. Vísir/Vilhelm

Síðustu æfingu íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Frakklandi á EM á morgun er lokið. Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn en stelpurnar teygðu á vöðvunum, fóru í reitarbolta og annað á léttum nótum.

Æfingin fór fram á keppnisleikvanginum í Tilburg sem kenndur er við Willem annan Hollandskonung.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var með vélina á lofti og myndaði stelpurnar.

 

Stelpurnar virkuðu einbeittar en þó var vel hlegið inn á milli. Vísir/Vilhelm
Anna Björk Kristjánsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrir miðju, teygja á í upphafi æfingarinnar. Vísir/Vilhelm
Stelpurnar í reit á æfingunni, Elín Metta inni í. vísir/Vilhelm
Fyrirliðinn Sara Björk með bros á vör að reyna að ná til boltans. Vísir/Vilhelm
Hólmfríður skallar en hún skoraði einmitt með skalla gegn Frökkum á EM í Finnlandi fyrir átta árum. Vísir/Vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira