Innlent

Tíu sækjast eftir starfi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Vísir/Valli
Tíu hafa sótt um starf framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Velferðarráðuneytið auglýsti starfið þann 24. júní síðastliðinn. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun fara yfir málið og meta hæfni umsækjenda. Þá munu þeir skila inn greinargerð til félags- og jafnréttismálaráðherra.

Núverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu er Kristín Ástgeirsdóttir.



Hér má sjá lista yfir umsækjendur:

Anna Bryndís Sigurðardóttir, sérfræðingur á fjölskyldusviði Akureyrarbæjar

Arndís Bergsdóttir, MA í safnafræði

Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir, fyrrv. sérfræðingur hjá Atlantshafsbandalaginu

Halla Gunnarsdóttir, fyrrv. skrifstofustjóri Women's Equality Party

Hákon Þór Elmers, BS í viðskiptalögfræði

Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara

Katrín Björg Ríkharðsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra

Sara Dögg Svanhildardóttir, ráðgjafi í menntamálum

Sigurður Guðjónsson, aðjúnkt við viðskiptadeild HA

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur hjá BSRB




Fleiri fréttir

Sjá meira


×