Innlent

Innkalla pastasósu vegna aðskotahluts

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Pastasósunni var dreift í allar verslanir Krónunnar.
Pastasósunni var dreift í allar verslanir Krónunnar. vísir/ernir
Kaupás hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað pastasósu frá Gestus vegna aðskotahluts í krukku.

Varan var í dreifingu í verslunum Krónunnar og Kjarvals um allt land og í Nótatúni, Austurveri.

Í tilkynningu frá Krónunni segir að viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í framangreindum verslunum sé bent á að skila vörunni í viðkomandi verslun og fá endurgreitt.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna þá vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Gestus

Vöruheiti: Pastasauce Classico

Strikanúmer: 5701410369576

Nettó þyngd: 500 g

Best fyrir: 03.23.2020

Framleiðandi: Dagrofa

Framleiðsluland: Ítalía

Dreifing: Allar verslanir Krónunnar og Kjarvals um allt land og Nóatún Austurveri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×