Innlent

Um 270 ökumenn staðnir að umferðarlagabrotum á Suðurlandi í Júlí

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Lögreglan hefur hert gæslu á svæðinu.
Lögreglan hefur hert gæslu á svæðinu. Vísir/Eyþór
Lögreglan á Suðurlandi hefur haft afskipti af 267 ökumönnum sem staðnir hafa verið að umferðarlagabrotum í júlí. Í tilkynningu lögreglunnar á Facebook kemur fram að flestir hafi verið stöðvaðir vegna hraðaksturs.

Þá hefur lögreglan tekið saman tölfræði um brot á umferðarlagabrotum á Suðurlandi frá miðjum maí. Þar kemur fram að 924 ökumenn hafi verið kærðir vegna umferðarlagabrota. Þar af fóru Íslendingar um 40 prósent. Sextíu prósent stöðvaðra voru erlendir ríkisborgarar. Á sama tímabili í fyrra vor 831 ökuþórar kærðir og þá voru Íslendingar einnig 40 prósent kærðra.

Lögreglan telur ástæðuna fyrir því að meirihluta kærðra séu erlendir ríkisborgarar sé vegna þess að þeim fjölgi talsvert yfir sumartímann. Þá kemur fram að Lögreglan hafi hert eftirlit í Árnessýslu, Öræfum og á hálendinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×