Innlent

Hvalfjarðargöng opnuð á ný eftir að bíll bræddi úr sér

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hvalfjarðargöngin eru nú lokuð. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Hvalfjarðargöngin eru nú lokuð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Pjetur
Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað eftir að eldur kom upp í bíl á ferð sunnan megin í göngunum.

Eldur kviknaði undir bílnum sem var á leiðinni upp göngin sunnan megin. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Búið er að loka göngunum fyrir umferð en ekki fást frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Uppfært klukkan 18:00:

Hvalfjarðargöng eru enn lokuð vegna bíls sem bræddi úr sér á leið upp göngin sunnan megin.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir mikinn viðbúnað á svæðinu en að um minniháttar atvik hafi verið að ræða, sem vel hafi gengið að bregðast við. Þá telur hann að ekki hafi komið upp eldur eins og haldið var í fyrstu.

Ekki er vitað hvenær göngin verða opnuð á ný en opnunin er á ábyrgð Spalar ehf., sem fer með rekstur ganganna.

Uppfært kl. 19:20:

Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð fyrir umferð á ný og slökkvilið hefur lokið starfi sínu á svæðinu. Þetta staðfestir starfsmaður í gjaldskýli við norðurmuna ganganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×