Fótbolti

Hvað var sænski sjúkraþjálfarinn eiginlega að gera?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Olivia Schough.
Olivia Schough. Vísir/Samsett/Getty
Sænska knattspyrnukonan Olivia Schough fór meidd af velli í fyrsta leik sænska landsliðsins á EM kvenna í fótbolta en það sem gerðist í framhaldinu á hliðarlínunni hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Svíar náðu þarna jafntefli á móti Evrópumeisturum Þjóðverja en fram að þessum leik höfðu þær þýsku unnið alla keppnisleiki liðanna.

Olivia Schough lék með íslensku landsliðskonunni Glódísi Perlu Viggósdóttur hjá Eskilstuna United fram að Evrópumótinu.

Olivia var tekin af velli í leiknum á móti Þýskalandi á 50. mínútu eftir að hafa fengið högg á lærið. Ekkert óeðlilegt við það en þá var komið að þætti sænska sjúkraþjálfarans sem fór sínar eigin leiðir í að búa um meiðsli hennar.

Sjón er sögu ríkari.









Sjúkraþjálfarinn hefur unnið sér inn marga broskarla og grátbroskarla á samfélagsmiðlum í kjölfarið.

Margar knattspyrnukonur hafa tjáð sig um aðferðir sjúkraþjálfarans og flestar höfðu mikið gaman af .

Meðal þeirra er hin íslensk ættaða María Þórisdóttir hjá norska landsliðinu. „Þetta er kannski sænska liðin. Ég vona að þetta hjálpi,“ sagði María.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×