Lífið

Talið að tvíburar Beyoncé og Jay-Z heiti Rumi og Sir

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Jay Z og Beyoncé á Grammy verðlaunahátíðinni í febrúar síðastliðnum.
Jay Z og Beyoncé á Grammy verðlaunahátíðinni í febrúar síðastliðnum. Vísir/Getty
Stjörnuparið Beyoncé og Jay-Z eignuðust tvíbura um miðjan júnímánuð og nú er talið að parið hafi opinberað nöfn barnanna.

Fyrir eiga hjónin dótturina Blue Ivy Carter og hafa margir verið forvitnir að vita hvaða nafn tvíburarnir, sem eru drengur og stúlka, muni fá.

Fyrirtæki þeirra hjóna, sem á réttinn á nöfnum þeirra sótti í vikunni um réttinn á nöfnunum Rumi Carter og Sir Carter, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Sama fyrirtæki sótti um réttinn á nafninu Blue Ivy fyrr á þessu ári.

Í umsókninni var sótt um rétt á framleiðslu á ýmsum vörum, til dæmis ilmum, snyrtivörum, lyklakippum, ungbarnavarningi, vatnsflöskum, kaffikönnum, spilum, strigapokum, boltum ásamt fleiru.

Nafnið Rumi virðist vera vísun í persneska skáldið Jalauddin Rumi sem var uppi á þrettándu öld. Orðinu sir, sem þýðir á ensku herra, bregður fyrir í einu af ljóðum Rumi. Samkvæmt vefsíðunni Behind The Name er Sir katalónska birtingarmynd orðsins Syrus eða Cyrus sem þýðir krúna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×