Enski boltinn

Diego Costa á leið til Atlético Madrid á nýjan leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Costa fagnar einu 59 marka sinna fyrir Chelsea.
Diego Costa fagnar einu 59 marka sinna fyrir Chelsea. vísir/getty
Diego Costa er væntanlega á förum aftur til Atlético Madrid eftir þriggja ára dvöl hjá Chelsea.

Costa var markahæsti leikmaður Chelsea á síðasta tímabili og átti stóran þátt í því að liðið varð Englandsmeistari í annað sinn á síðustu þremur árum.

Þrátt fyrir það sendi Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, Costa sms skömmu eftir að tímabilinu lauk og tilkynnti honum að hans krafta væri ekki lengur óskað hjá Chelsea.

Svo virðist sem Costa sé á leið til Atlético, jafnvel þótt hann geti ekki spilað fyrr en á næsta ári vegna félagaskiptabannsins sem félagið var sett í. Costa fengi að æfa með liðinu en mætti ekki spila neina keppnisleiki með því.

Costa fór til Chelsea sumarið 2014 eftir að hafa orðið Spánarmeistari með Atlético. Það tímabil skoraði hann 36 mörk í öllum keppnum fyrir Madrídarliðið.


Tengdar fréttir

Diego Costa: Chelsea vill losna við mig

Diego Costa, framherji Chelsea, raðaði inn mörkum á tímabilinu og átti mikinn þátt í að Chelsea varð enskur meistari á ný. Hann er hinsvegar ekki inn í framtíðarplönum knattspyrnustjórans Antonio Conte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×