Lífið

Opinberaði samkynhneigð móður sinnar á nýrri plötu

Samúel Karl Ólason skrifar
Shawn og Gloria Carter.
Shawn og Gloria Carter. Vísir/Getty
Það er ansi margt um að vera á 4:44, nýjustu plötu rapparans Jay-Z og hafa aðdáendur og fjölmiðlafólk hlustað mikið á plötuna og rýnt í öll orð. Meðal annars svarar hann plötunni Lemonade sem eiginkona hans Beyoncé gaf út í fyrra. Þar söng hún um framhjáhald Jay-Z.

Hann tæklar einnig deilur sínar og Kanye West og atvikið þar sem systir BeyoncéSolange, réðst á hann í lyftu.

Önnur uppljóstrun sem hefur komið í ljós er að Jay-Z, sem heitir í raun Shawn Carter, segir frá því að móðir sín, Gloria Carter, sé samkynhneigð.

Mama had four kidsbut shes a lesbian/Had to pretend so long that shes a thespian,“ segir í laginu Smile.

Þar segir hann að móðir hans hafi eignast fjögur börn og að hún hafi þurft að þykjast vera gagnkynhneigð samfélagsins vegna.

Seinna í laginu segir Jay-Z að móðir hans hafi fundið ástina aftur og að hann styðji hann fullkomlega, sama hvað aðrir segja. Hann vilji einungis að hún sé hamingjusöm.

Jay-Z var nýverið í viðtali við iHeartRadio þar sem hann ræddi um nýju plötuna. Þar sagði hann að lagið Smile væri bara „eins og það er“. Allir fari í gegnum erfiða tíma og það væri hægt að gera tvennt í því. Það er að festast í þeim eða byggja bjartari framtíð á reynslunni.

Lagið Smile, sem og platan 4:44, er eingöngu fáanleg á Tidal, tónlistarveitu Jay-Z.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×