Lífið

Sextán ára og titraði allur úr stressi: Guardino heillaði alla og fékk gullhnappinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lygilegur flutningur.
Lygilegur flutningur.
Hinn 16 ára  Christian Guardino mætti í áheyrnarprufu í raunveruleikaþættinum America´s Got Talent um helgina og vakti heldur betur mikla athygli.

Guardino var sérstaklega stressaður fyrir flutningi sínum en hann hefur sungið alla sína ævi.

Það virtist ekki skipta neinu máli þó að drengurinn hafi verið yfir sig stressaður því hann negldi lagið alveg frá fyrsta orði.

Howie Mandel, dómari í AGT, var svo hrifinn að hann ýti á gullhnappinn fræga en það skilaði honum beint í fyrstu beinu útsendinguna.

Hér að neðan má sjá flutninginn sem margar milljónir hafa nú séð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×