Lífið

Borðar frítt út árið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigrún Anna Guðnadóttir er sátt með vinninginn.
Sigrún Anna Guðnadóttir er sátt með vinninginn.
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur sem ég tók þátt í og bjóst aldrei við því að vinna,“ segir Sigrún Anna Guðnadóttir, 24 ára bókari hjá KPMG, sem vann Facebook-leik sem Samlokubarinn í Krónunni Lindum stóð fyrir.

Sigrún fær frítt að borða á hverjum einasta degi út árið.

„Það sem ég hef smakkað af matseðlinum er bara mjög fínt,“ segir Sigrún sem óttast ekkert það mikið að fá ógeð af matnum.

„Það gæti svosem vel verið að það gerist, en ég vona samt ekki, það er voða fínt að fara þangað þegar maður er svangur og nennir ekki að finna hvað maður á að borða.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×