Erlent

Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu

Kjartan Kjartansson skrifar
Sagt hefur verið frá eldflaugartilraun Norður-Kóreumanna í fjölmiðlum í Suður-Kóreu í allan dag.
Sagt hefur verið frá eldflaugartilraun Norður-Kóreumanna í fjölmiðlum í Suður-Kóreu í allan dag. Vísir/EPA
Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á að fundur verði haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eins fljótt og auðið verður vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreumanna. Búist er við að ráðið fundi á morgun.

Norður-kóresk stjórnvöld halda því fram að þau hafi gert árangursríka tilraun með langdræga eldflaug sem geti náð til hvaða heimsálfu sem er í nótt.

Sjá einnig:Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið

Bandarískir embættismenn taka yfirlýsinguna trúanlega jafnvel þó að sérfræðingar telji eldflaugina ekki geta hitt fyrirfram ákveðið skotmark að því er kemur fram í frétt BBC. Talið er að eldflaugin gæti dregið til Alaska en hvorki til Havaí né nokkurs annars ríkis í Bandaríkjunum.

Bæði Kínverjar og Rússar hafa hvatt Norður-Kóreumenn til að láta af hernaðarbrölti og kjarnorkuáætlun sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×