Enski boltinn

Jóhann Berg að fá aukna samkeppni hjá Burnley

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jonathan Walters er írskur landsliðsmaður.
Jonathan Walters er írskur landsliðsmaður. vísir/getty
Burnley hefur náð samkomulagi við Stoke City um kaup á írska framherjanum Jonathan Walters. Talið er að kaupverðið geti náð þremur milljónum punda.

Walters, sem er 33 ára, hefur verið sjö ár í herbúðum Stoke og skorað 43 mörk í 226 leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir félagið.

Walters á ár eftir af samningi sínum við Stoke en hann hafði áhuga á að spila fyrir Sean Dyche hjá Burnley.

Óvíst er hvort framherjinn Andre Gray verður áfram hjá Burnley en hann á að hafa hafnað nýju samningstilboði frá félaginu.

Auk þess að spila í framlínunni hefur Walters einnig talsvert verið notaður á kantinum í gegnum tíðina. Því má búast við að íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson fái enn meiri samkeppni hjá Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×