Enski boltinn

Mamma Mkhitaryans valin kona ársins í Armeníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mkhitaryan á góða mömmu.
Mkhitaryan á góða mömmu. vísir/getty
Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Manchester United, er í miklum metum í heimalandinu, Armeníu.

Mkhitaryan er langþekktasti fótboltamaður Armeníu og hefur verið valinn sá besti þar í landi sex ár í röð og sjö sinnum á síðustu átta árum.

Marina Taschyan, móðir Mkhitaryans, er líka mikils metin, svo mikils að hún var valin kona ársins í Armeníu, hvorki meira né minna.

Taschyan starfar hjá armenska knattspyrnusambandinu. Hún og eiginmaður hennar, Hamlet Mkhitaryan, eignuðust tvö börn; Henrikh og Monicu, sem starfar í höfuðstöðvum UEFA.

Hamlet var fótboltamaður og lék m.a. í Frakklandi. Hann lést árið 1996, aðeins 33 ára að aldri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×