Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin hefst í fyrsta sinn á föstudegi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamie Vardy og félagar sækja Arsenal heim í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2017-18.
Jamie Vardy og félagar sækja Arsenal heim í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2017-18. vísir/getty
Í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar verður upphafsleikur tímabilsins á föstudegi.

Tímabilið 2017-18 hefst með leik Arsenal og Leicester City á Emirates föstudaginn 11. ágúst klukkan 18:45.

Leicester lék einnig upphafsleikinn í fyrra og tapaði þá óvænt fyrir nýliðum Hull City.

Í hádeginu laugardaginn 12. ágúst sækir Liverpool Watford heim. Í síðdegisleiknum fá nýliðar Brighton Manchester City í heimsókn.

Tveir leikir eru sunnudaginn 13. ágúst. Newcastle United og Tottenham mætast á St James' Park klukkan 12:30 og klukkan 15:00 er komið að leik Manchester United og West Ham á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×